Monday, 29 June 2015

Finnskir nytjahlutir frá liðnum öldum

Þetta blogg hefur legið í dvala í tvö ár þar sem ég hef verið upptekin af öðru.  En nú skal þar verða breyting á.  Í framtíðinni stefni ég að því að setja hér fallegar myndir af handverki, bæði smiðisgripum og textilverkum og e.t.v nokkrar línur með.
Hér eru nokkrir nytjahlutir frá Finnlandi: Smalahorn, skór og bakpoki úr birkinæfri, langskeptur spaði fyrir brauðbakstur, fiskinet og fleira.  Mynd tekin í Finnlandi sumarið 2014.