Ég hef verið með blogg í nokkur ár og skrifað um hitt og þetta, sem mér hefur dottið í hug. Það hafa ýmist verið um handverk, textíl eða þá um áhugaverðar bækur sem ég hef lesið eða þá myndir frá ferðalögum og fólki sem ég hef hitt.
Nú hef ég ákveðið að venda kvæði mínu í kross. Hér á þessum síðum ætla ég eingöngu að birta myndir og upplýsingar um handverki í víðtækustu merkingu orðsins og hef ég þá hugsað mér að endurgjalda að hluta alla þá hjálp sem ég hef sjálf fengið af samsvarandi bloggum, en sérstaklega hafa kynsystur mínar í Finnlandi og Eistlandi verið duglegar að því og er ég þeim mjög þakklát.
Tästä alkaa uusi blogi, jossa käsitellään yksinomaan käden taitoja - mitä laajimmassa merkityksessä. Noita-akan (Galdrakonan) entiset sivut on otettu pois verkolta.
No comments:
Post a Comment